Úrræði vegna tekjutaps | Lægri leigugreiðslur | Covid-19

Öryggi á óvissutímum

Öryggi starfsfólks og viðskiptavina Ölmu skiptir okkur mestu máli á þessum óvenjulegu tímum. Þess vegna kann þjónusta og opnun á skrifstofunni að skerðast með litlum fyrirvara. Við leggjum hins vegar mikla áherslu á að halda viðskiptavinum okkar upplýstum um gang mála hér á vefnum, á samfélagsmiðlum og í tölvupósti.

Ráðstöfunum Ölmu vegna COVID-19 hverju sinni er nánar lýst hér fyrir neðan og við minnum á rafræna þjónustu Ölmu á Facebook, al@al.is og á Mínum síðum.

Léttari greiðslubyrði vegna tekjutaps

Við vitum að húsnæðisöryggi er grundvallaratriði í lífi all flestra og viljum leggja okkar af mörkum til að tryggja að sá þáttur standi óhaggaður hvað sem öðru líður á óvissutímum.

Við viljum koma til móts við viðskiptavini okkar sem misst hafa vinnuna eða orðið fyrir verulegu tekjutapi í sjálfstæðum rekstri vegna COVID-19 veirunnar. Þannig bjóðum við leigutökum í slíkri stöðu að lækka mánaðarlegar leigugreiðslur um 50% í þrjá mánuði og dreifa þeirri upphæð sem lækkað er um yfir allt að 24 mánaða tímabil, þeim að kostnaðarlausu.

Enginn vaxta- eða umsýslukostnaður fylgir því að nýta sér greiðsludreifinguna.

Til að nýta sér úrræðið þurfa viðskiptavinir að hafa samband við okkur á al@al.is eða á Facebook og senda viðeigandi upplýsingar og gögn. Þar svörum við auk þess öllum fyrirspurnum sem viðskiptavinir kunna að hafa.

Við bendum á að mikið álag er á þjónustufulltrúum okkar og erum afar þakklát fyrir þolinmæði ykkar ef svörun tekur örlítið lengri tíma en gengur og gerist.