Öryggi á óvissutímum

Við vitum að húsnæðisöryggi er grundvallaratriði í lífi flestra og viljum leggja okkar af mörkum til að sá þáttur standi óhaggaður hvað sem öðru líður á óvissutímum. Í því skyni bjóðum við viðskiptavinum sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna COVID-19 farfaldursins sérstakt greiðsluúrræði. Jafnframt höfum við þó þurft að loka skrifstofunni og fækka verkefnum umsjónarmanna til að tryggja öryggi starfsfólks. Ráðstöfunum Ölmu vegna COVID-19 er nánar lýst hér að neðan.


Léttari greiðslubyrði vegna tekjutaps

// English below

Við viljum koma til móts við viðskiptavini okkar sem misst hafa vinnuna eða orðið fyrir verulegu tekjutapi í sjálfstæðum rekstri vegna COVID-19 veirunnar.

Þannig bjóðum við leigutökum í slíkri stöðu að lækka mánaðarlegar leigugreiðslur um 50% í þrjá mánuði og dreifa þeirri upphæð sem lækkað er um yfir allt að 24 mánaða tímabil, þeim að kostnaðarlausu. ⬇️

Enginn vaxta- eða umsýslukostnaður fylgir því að nýta sér greiðsludreifinguna.

Til að nýta sér úrræðið þurfa viðskiptavinir að hafa samband við okkur á al@al.is eða á Facebook og senda viðeigandi upplýsingar og gögn. Þar svörum við auk þess öllum fyrirspurnum sem viðskiptavinir kunna að hafa. 👩‍💻

Við bendum á að mikið álag er á þjónustufulltrúum okkar og erum afar þakklát fyrir þolinmæði ykkar ef svörun tekur örlítið lengri tíma en gengur og gerist.

//

We are determined to assist our customers who have lost their job or suffered a significant loss of income in independent operations due to the COVID-19 virus.

Therefore, we offer tenants in such a position to reduce their monthly rent payments by 50% for three months and distribute the amount lowered over a period of up to 24 months, free of charge. ⬇️

There is no interest or administrative expense involved in utilizing the payment distribution.

To take advantage of the payment distribution, customers need to contact us at al@al.is or on Facebook and send relevant information and data regarding their lost job or loss of income. In addition, we can respond to any queries customers may have through the same channels. 👩‍💻

Please note that our customer service representatives receive a large number of queries on a daily basis due to the situation, and we are very grateful for your patience if the response is a little longer than usual.

Alma tryggir húsnæðisöryggi viðskiptavina sinna á tímum COVID-19. 🏡 Við viljum koma til móts við viðskiptavini okkar...

Posted by ALMA leigufélag on Tuesday, March 17, 2020


Skrifstofan lokar og verkefnum umsjónarmanna frestað

// English below

Til að tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina Ölmu og sinna fyrirmælum sóttvarnarlæknis til hins ítrasta höfum við ákveðið að loka skrifstofunni um óákveðinn tíma, auk þess að fresta verkefnum umsjónarmanna okkar sem ekki teljast aðkallandi. 🏡

Áfram má þó hafa samband við Ölmu á Facebook og á al@al.is, þar sem við leggjum áherslu á skjóta svörun og góða þjónustu. Við biðjumst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem ráðstafanirnar kunna að valda en biðjum ykkur að sýna þolinmæði og skilning á óvenjulegum tímum. 👨‍💻🥰

Frekari upplýsingar um opnun verða birtar hér og á Facebook síðu Ölmu strax og staðan breytist. 💻📱

//

In order to to ensure the safety of Alma's staff and customers and to carry out the instructions of the Chief Epidemiologist to the utmost, we have decided to close the office from tomorrow onward, as well as to postpone all assignments by our maintenance staff which are not considered urgent.

As always, you can contact Alma on Facebook and through al@al.is, where we strive to deliver with a prompt response time and excellent service. We sincerely apologize for any inconvenience this may cause you, but kindly ask for your patience and understanding during these unusual times.

Further information will be published here and on Alma's Facebook page as soon as the situation changes.

SKRIFSTOFA ÖLMU LOKAR VEGNA COVID-19 // OFFICE CLOSED DUE TO COVID-19 ❗️ ENGLISH BELOW Kæru vinir, Til að tryggja...

Posted by ALMA leigufélag on Monday, March 23, 2020


Sorphirða og ráðstafanir vegna COVID-19

// English below

Við vekjum athygli á meðfylgjandi tilkynningu frá Reykjavíkurborg, en mikilvægt er að fylgja þeim leiðbeiningum sem þar koma fram til að tryggja að sorp verði losað. 🏘🗑❌

Helstu atriði eru eftirfarandi:

  • Blandaður úrgangur þarf að vera í lokuðum pokum (gráa tunnan).
  • Ekki má yfirfylla tunnur, þær þurfa að vera lokaðar svo starfsmenn komist ekki í snertingu við úrgang við losun eða hann falli úr ílátum.
  • Á þeim heimilum þar sem smit hefur komið upp þarf að huga sérstaklega að mögulegum smitleiðum. Nota þarf heila poka og hnýta vel fyrir þá. Huga þarf að því að smit berist ekki utan á pokum.
  • Íbúar þurfa sjálfir að fara með umfram úrgang sem ekki kemst í tunnur á endurvinnslustöðvar Sorpu.

Frekari leiðbeiningar á íslensku, ensku og pólsku má finna í leiðbeiningum Reykjavíkurborgar.

Þá viljum við jafnframt minna þá viðskiptavini okkar sem eru í sóttkví á að ganga varlega um sameiginleg rými fjölbýlishúsa, virða fjarlægðarmörk við aðra íbúa og snerta ekki fleti sem aðrir íbúar þurfa að snerta. Frekari upplýsingar um veiruna og viðeigandi ráðstafanir má finna hér:

https://www.covid.is/

//

Dear customers,

We kindly ask you to read the attached announcement from the City of Reykjavík regarding waste disposal. It is important that customers make arrangements accordingly, to ensure waste will be collected.

The key points are as follows:

  • Mixed waste must be disposed of in sealed bags (into the grey waste container).
  • Do not overfill containers, their lid must be able to close easily so that our workers do not come into direct contact with waste.
  • In homes where COVID-19 infection has occurred, special attention must be paid to curb the transmission of the virus. You have to make sure to only use intact waste bags and seal them properly. Disinfect your hands before disposing of the bags.
  • Residents themselves have to take care of excess waste that does not fit in the regular containers, and take it directly to the next Sorpa recycling plant.

Further guidelines can be found in Icelandic, English and Polish in the City of Reykjavík's announcement.

Furthermore, we kindly ask customers who have been required to self isolate to take significant care within multi-occupied buildings. Please respect the 2 metre social distancing rules and do not touch surfaces utilized by other residents. Further information regarding the coronavirus and appropriate measures can be found here:

https://www.covid.is/

ÁRÍÐANDI – SORPHIRÐA Á TÍMUM COVID-19 // ENGLISH BELOW Kæru viðskiptavinir, Við vekjum athygli á meðfylgjandi...

Posted by ALMA leigufélag on Friday, March 20, 2020