Fréttir úr starfi Ölmu

5.10.2020


Lokað fyrir heimsóknir um óákveðinn tíma

// English below

Til að gæta öryggis starfsfólks og viðskiptavina Ölmu verður skrifstofan lokuð fyrir heimsóknum þar til annað er tilkynnt. Við minnum á að hafa má samband við Ölmu rafrænt á Facebook, gegnum al@al.is eða í síma. Auk þess geta viðskiptavinir sinnt erindum gegnum Mínar síður.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýndan skilning.

//

Dear friends!

To ensure the safety of Alma's staff and customers, the office will remain closed for visits until further notice. We remind you that you can contact Alma on Facebook, via al@al.is or by phone, as well as using My Pages (Mínar síður).

We apologize for any inconvenience this may cause and thank you for your understanding.

Lokað fyrir heimsóknir um óákveðinn tíma / Closed for visits until further notice Kæru vinir! Til að gæta öryggis...

Posted by ALMA leigufélag on Monday, October 5, 2020

11.9.2020


Fjórða starfsár leigjendalínunnar

Leigjendalína Orators og Ölmu til aðstoðar fjórða árið í röð!

Undanfarin þrjú ár hefur Leigjendalínan veitt á annað hundrað leigjendum endurgjaldslausa lögfræðiaðstoð, en framkvæmdastjóri Ölmu og formaður Orators undirrituðu endurnýjaðan samstarfssamning í dag.

Við erum einstaklega stolt af því að styrkja verkefnið, en Leigjendalínan er mikilvægur liður í áframhaldandi uppbyggingu á traustum og faglegum leigumarkaði á Íslandi.

Laganemar við HÍ veita leigjendum gjaldfrjálsa lögfræðiaðstoð í Leigjendalínunni á miðvikudögum milli klukkan 18 og 20 í vetur, undir handleiðslu reynds óháðs lögmanns. Alma stendur straum af öllum kostnaði við verkefnið, en fær að sjálfsögðu engar upplýsingar um innhringjendur og hefur enga beina aðkomu að aðstoðinni.

leigjendalína.jpg

31.8.2020


Alma kynnir Mínar síður

Alma leitar sífellt nýrra leiða til að bæta þjónustuna og gera viðskiptavinum sínum lífið léttara. Við kynnum því með stolti Mínar síður, nýja viðbót í samskiptum við viðskiptavini okkar.

Á Mínum síðum geta viðskiptavinir fundið allar helstu upplýsingar um leigusamninginn sinn, óskað eftir endurnýjun og sagt honum upp. Þar má einnig senda okkur fyrirspurnir, viðhaldsbeiðnir og breyta persónuupplýsingum, svo fátt eitt sé nefnt.

Við höfum þegar búið til aðgang fyrir alla viðskiptavini okkar, sem hægt er að nota strax í dag. Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við okkur á al@al.is eða á Facebook.

Alma léttir þér lífið – Mínar síður! Alma leitar sífellt nýrra leiða til að bæta þjónustuna og gera viðskiptavinum...

Posted by ALMA leigufélag on Monday, August 31, 2020

29.7.2020


Alma styrkir Tyggjókallinn!

Það er sannur heiður að styðja við Tyggjóið Burt, glæsilegt framtak Guðjóns Óskarssonar – sem gengur þessa dagana undir nafninu Tyggjókallinn!

Guðjón hefur einsett sér að hreinsa tyggjóklessur af gangstéttum miðborgarinnar næstu 10 vikurnar og er kominn í á þriðja þúsund klessur á örfáum dögum.

Ölmu er afar annt um nærumhverfi sitt og miðborgina, þar sem fjölmargir viðskiptavinir okkar búa.

Við hvetjum því sem flesta til að styðja við framtakið á www.tyggjoidburt.is.

Alma styrkir Tyggjókallinn 🥰 Það er sannur heiður að styðja við Tyggjóið Burt, glæsilegt framtak Guðjóns Óskarssonar –...

Posted by ALMA leigufélag on Wednesday, July 29, 2020

6.5.2020


Skrifstofan opin - áhersla á rafræna þjónustu

Skrifstofa Ölmu hefur nú verið opnuð á ný. Við leggjum ríka áherslu á að gæta að handþvotti og huga að fjarlægðartakmörkunum og biðjum ykkur að gera slíkt hið sama.

Við bendum þó jafnframt á að hægt er að sinna flestöllum erindum með fyrirspurnum til okkar á Facebook eða á al@al.is.

Allar lausar íbúðir má skoða og sækja um á http://www.al.is/ - og leigusamninga má undirrita rafrænt heima í stofu.

Skrifstofan opin – en áhersla á rafræna þjónustu 📲👩‍💻 Skrifstofa Ölmu hefur nú verið opnuð á ný. Við leggjum ríka...

Posted by ALMA leigufélag on Wednesday, May 6, 2020

23.3.2020


Skrifstofan lokar og verkefnum umsjónarmanna frestað

// English below

Til að tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina Ölmu og sinna fyrirmælum sóttvarnarlæknis til hins ítrasta höfum við ákveðið að loka skrifstofunni frá og með morgundeginum, auk þess að fresta verkefnum umsjónarmanna okkar sem ekki teljast aðkallandi. 🏡

Áfram má þó hafa samband við Ölmu á Facebook og á al@al.is, þar sem við leggjum áherslu á skjóta svörun og góða þjónustu. Við biðjumst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem ráðstafanirnar kunna að valda en biðjum ykkur að sýna þolinmæði og skilning á óvenjulegum tímum. 👨‍💻🥰

Frekari upplýsingar verða birtar hér og á Facebook síðu Ölmu strax og staðan breytist. 💻📱

//

Dear friends,

In order to to ensure the safety of Alma's staff and customers and to carry out the instructions of the Chief Epidemiologist to the utmost, we have decided to close the office from tomorrow onward, as well as to postpone all assignments by our maintenance staff which are not considered urgent.

As always, you can contact Alma on Facebook and through al@al.is, where we strive to deliver with a prompt response time and excellent service. We sincerely apologize for any inconvenience this may cause you, but kindly ask for your patience and understanding during these unusual times.

Further information will be published here and on Alma's Facebook page as soon as the situation changes.

SKRIFSTOFA ÖLMU LOKAR VEGNA COVID-19 // OFFICE CLOSED DUE TO COVID-19 ❗️ ENGLISH BELOW Kæru vinir, Til að tryggja...

Posted by ALMA leigufélag on Monday, March 23, 2020

20.3.2020


Sorphirða og ráðstafanir vegna COVID-19

Við vekjum athygli á meðfylgjandi tilkynningu frá Reykjavíkurborg, en mikilvægt er að fylgja þeim leiðbeiningum sem þar koma fram til að tryggja að sorp verði losað. 🏘🗑❌

Helstu atriði eru eftirfarandi:

 • Blandaður úrgangur þarf að vera í lokuðum pokum (gráa tunnan).
 • Ekki má yfirfylla tunnur, þær þurfa að vera lokaðar svo starfsmenn komist ekki í snertingu við úrgang við losun eða hann falli úr ílátum.
 • Á þeim heimilum þar sem smit hefur komið upp þarf að huga sérstaklega að mögulegum smitleiðum. Nota þarf heila poka og hnýta vel fyrir þá. Huga þarf að því að smit berist ekki utan á pokum.
 • Íbúar þurfa sjálfir að fara með umfram úrgang sem ekki kemst í tunnur á endurvinnslustöðvar Sorpu.

Frekari leiðbeiningar á íslensku, ensku og pólsku má finna í leiðbeiningum Reykjavíkurborgar.

Þá viljum við jafnframt minna þá viðskiptavini okkar sem eru í sóttkví á að ganga varlega um sameiginleg rými fjölbýlishúsa, virða fjarlægðarmörk við aðra íbúa og snerta ekki fleti sem aðrir íbúar þurfa að snerta. Frekari upplýsingar um veiruna og viðeigandi ráðstafanir má finna hér:

https://www.covid.is/

//

Dear customers,

We kindly ask you to read the attached announcement from the City of Reykjavík regarding waste disposal. It is important that customers make arrangements accordingly, to ensure waste will be collected.

The key points are as follows:

 • Mixed waste must be disposed of in sealed bags (into the grey waste container).
 • Do not overfill containers, their lid must be able to close easily so that our workers do not come into direct contact with waste.
 • In homes where COVID-19 infection has occurred, special attention must be paid to curb the transmission of the virus. You have to make sure to only use intact waste bags and seal them properly. Disinfect your hands before disposing of the bags.
 • Residents themselves have to take care of excess waste that does not fit in the regular containers, and take it directly to the next Sorpa recycling plant.

Further guidelines can be found in Icelandic, English and Polish in the City of Reykjavík's announcement.

Furthermore, we kindly ask customers who have been required to self isolate to take significant care within multi-occupied buildings. Please respect the 2 metre social distancing rules and do not touch surfaces utilized by other residents. Further information regarding the coronavirus and appropriate measures can be found here:

https://www.covid.is/

ÁRÍÐANDI – SORPHIRÐA Á TÍMUM COVID-19 // ENGLISH BELOW Kæru viðskiptavinir, Við vekjum athygli á meðfylgjandi...

Posted by ALMA leigufélag on Friday, March 20, 2020

17.3.2020


Alma tryggir húsnæðisöryggi á tímum COVID-19

Við viljum koma til móts við viðskiptavini okkar sem misst hafa vinnuna eða orðið fyrir verulegu tekjutapi í sjálfstæðum rekstri vegna COVID-19 veirunnar. Þannig bjóðum við leigutökum í slíkri stöðu að lækka mánaðarlegar leigugreiðslur um 50% í allt að þrjá mánuði og dreifa þeirri upphæð sem lækkað er um yfir allt að 24 mánaða tímabil, þeim að kostnaðarlausu. ⬇️

Við vitum að húsnæðisöryggi er grundvallaratriði í lífi all flestra og viljum leggja okkar af mörkum til að tryggja að sá þáttur standi óhaggaður hvað sem öðru líður á óvissutímum. 🏘

Við hvetjum því þá sem þurfa til að hafa samband við okkur á Facebook eða á al@al.is og senda okkur viðeigandi upplýsingar og gögn svo við getum virkjað viðeigandi úrræði. 👩‍💻

Alma tryggir húsnæðisöryggi viðskiptavina sinna á tímum COVID-19. 🏡 Við viljum koma til móts við viðskiptavini okkar...

Posted by ALMA leigufélag on Tuesday, March 17, 2020

12.3.2020


Fækkum ferðum á skrifstofuna

Alma hvetur viðskiptavini til að forðast óþarfar ferðir á skrifstofuna og nýta sér þess í stað rafræna þjónustu. 👨‍💻

Hægt er að hafa samband við okkur hér á Facebook og á al@al.is með öll helstu erindi sem snúa að leigusamningum, íbúðum og annarri þjónustu Ölmu. 📜🏡

Leigusamninga má undirrita rafrænt á örfáum sekúndum með rafrænum skilríkjum og hægt er að póstleggja frumrit fyrir þá sem þess þurfa. ✍️

Þannig getum við lágmarkað smithættu Covid-19 veirunnar og setjum á sama tíma umhverfið í fyrsta sæti með því að forðast ónauðsynlegar bílferðir. 🌱

30.12.2019


Takk fyrir árið!

Kæru vinir!

Við þökkum ykkur öllum fyrir skemmtilegt ár og frábæra samfylgd.

Árið 2019 var sannarlega viðburðaríkt í starfi Ölmu, en á árinu höfum við meðal annars;

 • boðið nýja þjónustu þar sem kostur er á leigu til allt að sjö ára á föstu leiguverði, sem einungis er tengt vísitölu neysluverðs
 • leyft gæludýr í öllum íbúðum Ölmu, að því gefnu að samþykki meðeigenda liggi fyrir
 • innleitt rafrænar undirskriftir og sparað þannig óþarfar og mengandi bílferðir
 • haldið úti Leigjendalína Orators og Ölmu þriðja árið í röð
 • endurnýjað samning okkar við Píeta samtökin, sjálfsvígsforvarnarsamtök og útvegað þeim ókeypis húsnæði næstu tvö árin
 • ráðið öfluga skrifstofuhunda til vinnu

Við hlökkum til að vinna áfram með viðskiptavinum okkar og öðrum vinum að því að móta faglegan og traustan leigumarkað á nýju ári.

Með hátíðarkveðju frá starfsfólki Ölmu!

Á mottu.jpg

11.12.2019


Alma í jólabúning

Óhætt er að segja að jólalegt hafi verið um að litast á höfuðborgarsvæðinu í vikunni.

Í tilefni þess skellti starfsfólk Ölmu sér í jólapeysur, jólajakkaföt og jólavesti, en hundurinn og aðstoðarskrifstofustjórinn Dínó skellti upp jólabindi í tilefni dagsins!

Fleiri myndir frá deginum má sjá á Facebook síðu Ölmu!

_DSC0541 (1).jpg

10.12.2019


Skrifstofa Ölmu lokar kl 14:00 í dag vegna veðurs

Alma lokar skrifstofu sinni í dag kl 14:00 vegna veðurs. Við verðum þó áfram til staðar og svörum tölvupósti fram eftir degi á al@al.is.

Við hvetjum viðskiptavini okkar á að fylgjast vel með veðurfréttum, gæta að lausum munum á svölum og í görðum og sömuleiðis að huga að niðurföllum í vonda veðrinu.

https://www.vedur.is/vidvaranir

2.12.2019


Alma tryggir áframhaldandi rekstur Píeta-hússins

Alma styrkir Píeta samtökin, sjálfsvígsforvarnarsamtök áfram næstu tvö árin!

Starfsfólk Ölmu fór í frábæra heimsókn til Píeta Samtakanna síðasta miðvikudag, þar sem við kynntumst starfseminni og húsnæðinu við Baldursgötu 7. Samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, bjóða endurgjaldslaus viðtöl við fagfólk og styðja við aðstandendur á Baldursgötunni.

Alma hefur veitt samtökunum ókeypis afnot af húsnæðinu síðustu tvö ár, en í heimsókninni á miðvikudaginn skrifuðu María Björk, framkvæmdastjóri Ölmu, og Kristín, framkvæmdastjóri Píeta, undir endurnýjaðan samning um sama fyrirkomulag næstu tvö árin.

Við erum afskaplega stolt af samstarfinu og ánægð að geta tryggt áframhaldandi starfsemi í Píeta húsinu, enda vinna samtökin frábært starf og aðstoða fjölda fólks á hverjum degi.

Hægt er að kynna sér starfsemi Píeta nánar á vef samtakanna, en fleiri myndir frá heimsókninni má sjá á Facebook síðu Ölmu!

Fyrir utan.jpg

Píeta lógó.png

27.11.2019


Breyttur opnunartími

Frá og með mánudeginum 2. desember verður skrifstofa Ölmu opin milli klukkan 9 og 15, klukkustund styttra en áður. Breytingin er liður í því að auka og bæta rafræna þjónustu og stytta vinnuviku starfsfólks, í takt við nýja kjarasamninga.
Með aukinni rafrænni þjónustu fækkar tímafrekum og óumhverfisvænum heimsóknum á skrifstofuna og viðskiptavinir geta notið góðrar þjónustu heima í stofu!

Á mottu.jpg

25.10.2019


Alma minnkar pappírssóun, bílferðir og illa nýttan tíma!

Á dögunum tók Alma í gagnið rafrænar undirskriftir í samvinnu við Taktikal, en nú geta viðskiptavinir undirritað leigusamninga á örfáum andartökum í gegnum snjalltæki í stað þess að gera sér ferð á skrifstofuna og skrifa undir bunka af pappírum. Með því sparast dýrmætur tími viðskiptavina, auk þess sem óumhverfisvænum ferðalögum milli bæjarhluta er fækkað til muna og ekkert er prentað út. Hafi viðskiptavinir hug á því að þinglýsa sínum leigusamning er lítið mál að fá útprentað eintak hjá okkur þótt undirritað hafi verið rafrænt í upphafi.

Breytingin rímar vel við tvö af lykilmarkmiðum Ölmu; að bjóða viðskiptavinum sínum sífellt betri þjónustu og að setja umhverfið alltaf í fyrsta sæti þegar færi gefst!


15.10.2019


Umhverfismálin tekin fyrir

Eftir að hafa fengið frábæra fræðslu frá Íslenska Gámafélagið um umhverfisvitund og flokkun ákvað starfsfólk Ölmu að taka til hendinni og fegra nærumhverfi sitt í Laugardalnum. Á aðeins klukkustundar löngu plokki umhverfis Suðurlandsbraut fylltust fjölmargir ruslapokar, þar sem kenndi ýmissa grasa, en m.a. mátti finna fótbolta, fatnað og hluta úr bílhræjum!

Við fundarborð.jpg

Alls konar rusl.JPEG

Með fótbolta.jpg


10.10.2019


Alma styrkir Bleiku slaufuna

Bleiki mánuðurinn er runninn upp og Bleika slaufan 2019 hefur litið dagsins ljós. Í ár snýr áhersla átaksins að því að engin kona upplifi sig eina í veikindum sínum.

Alma sýnir stuðning í verki með því að kaupa slaufuna fyrir allt starfsfólk fyrirtækisins. Bleiki dagurinn var svo tekinn alla leið á skrifstofunni þar sem hópurinn skartaði sínu fegursta (og bleikasta)! Myndir frá deginum má finna á Facebook síðu Ölmu.

Móttaka.jpg


2.10.2019


Alma er til fyrirmyndar

Í október var Alma valin framúrskarandi fyrirtæki af Creditinfo og komst auk þess á lista yfir fyrirmyndarfyrirtæki Viðskiptablaðsins og Keldunnar þriðja árið í röð. Aðeins um 2-3% íslenskra fyrirtækja komast á hvorn lista fyrir sig.

Við hjá Ölmu erum þakklát og stolt af þessum árangri, en viðurkenningin er hvatning til að standa okkur sífellt betur!

2019-rautt-lodrett.png

0029.jpg

Nýjar íbúðir

Íbúð - 203 Kópavogi

Tröllakór 12

Laus til langtímaleigu fjögurra herbergja íbúð á annari hæð við Tröllakór 12 í Kópavogi.
Gengið er inn í anddyri. Stór og björt stofa með eldhúsi í sama rými. Útgengt er á stórar svalir úr stofu. Þrjú svefnherbergi með fataskápum. Baðherbergi með baðkari og lítið þvottahús.

Leiguverð er kr. 255.000,- á mánuði. Hiti og hússjóður er innifalinn í verði en rafmagn er greitt af leigutaka.

255.000

VERÐ KR.

4

HERBERGI

122m2

STÆRÐ

Íbúð - 200 Kópavogi

Engihjalli 17

Laus til langtímaleigu fjögurra herbergja íbúð á fjórðu hæð í lyftuhúsi við Engihjalla 17.

Komið er inn á parketlagðan forstofugang með fataskápum. Hjónaherbergi er með fataskáp. Inn af hjónaherbergi er útgengt á suðvestur svalir.
Tvö svefnherbergi með fataskápum. Baðherbergi með baðkari og sturtuaðstöðu. Eldhús með snyrtilegri innréttingu og flísum. Borðstofuhol er við eldhús.
Stofa er með útgengt á norðursvalirl

Leiguverð er kr. 235.000,- á mánuði. Hiti og hússjóður er innifalinn í verði en rafmagn er greitt af leigutaka.

235.000

VERÐ KR.

4

HERBERGI

97m2

STÆRÐ

Íbúð - 105 Reykjavík

Hátún 6

Laus til langtímaleigu tveggja herbergja íbúð á þriðju hæð í lyftuhúsi við Hátún 6 í Reykjavík

Um er að ræða nýlega íbúð sem skiptist í forstofu með skáp, svefnherbergi, stofu samliggjandi eldhúskrók þar sem er útgengt á svalir.
Baðherbergi með sturtu og þvottavélatengi, flísar á gólfi. Sér geymsla í kjallara fylgir íbúðinni og einnig sameiginlegt þvottahús.

Íbúðin er á besta stað í Reykjavík þar sem stutt er í alla þjónustu.

Leiguverðið er kr. 190.000,- á mánuði. Hiti og hússjóður er innifalinn í leigu en rafmagn greiðist af leigutaka.

190.000

VERÐ KR.

2

HERBERGI

54m2

STÆRÐ

Íbúð - 101 Reykjavík

Hverfisgata 61

Laus til langtímaleigu glæsileg íbúð á þriðju hæð við Hverfisgötu 61 í 101 Reykjavík.

Um er að ræða mjög vel skipulagða þriggja herbergja íbúð sem skiptist í bjarta stofu samliggjandi eldhúsi með fallegri innréttingu, tvö rúmgóð svefnherbergi með fataskápum og snyrtilegt baðherbergi með sturtu. Geymsla fylgir íbúð og sameiginleg hjólageymsla er á jarðhæð. Þvottahús með þvottavél og þurrkara er einnig á jarðhæð.

Athugið að ekki er hægt að skrá lögheimili á eignina eða sækja um húsaleigubætur.

Leiguverð er kr. 230.000,- á mánuði. Hiti og hússjóður er innifalinn í leigu en rafmagn er greitt af leigutaka.

230.000

VERÐ KR.

3

HERBERGI

82m2

STÆRÐ

Íbúð - 101 Reykjavík

Hverfisgata 57

Laus til langtímaleigu þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð við Hverfisgötu 57.

Íbúðin er 89,7 fm og skiptist í rúmgóða stofu og eldhús í sama rými, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Íbúðin leigist án húsgagna.

Íbúðin er staðsett í miðbæ Reykjavíkur þar sem stutt er í alla þjónustu.

Leiguverðið er kr. 225.000,-. á mánuði. Hiti og hússjóður er innifalinn í leigu en rafmagn er greitt af leigjanda.

225.000

VERÐ KR.

3

HERBERGI

89m2

STÆRÐ