Rjúpnasalir 4

Sækja um

Íbúð

Tegund

201 Kópavogi

Staðsetning

96m2

Stærð

3

Herbergi

245.000 kr.

Verð á mánuði

Sækja um

Falleg þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð við Rjúpnasali 4 í Kópavogi er laus til langtímaleigu.
Íbúðin er 96 fm og skiptist í bjarta forstofu, stóra stofu, tvö svefnherbegi og eldhús. Geymsla fylgir íbúðinni og bílastæði í bílakjallara.

Leiguverð er kr. 245.000,- á mánuði. Hiti og hússjóður er innifalinn í leigu en rafmagn er greitt af leigutaka.

Áhugasamir eru hvattir til þess að sækja um með því að smella á "Sækja um" hnappinn hér að ofan.

Endilega hafið samband við okkur í al@al.is ef einhverjar spurningar vakna.

Hlökkum til að heyra frá ykkur!

Viltu vita meira um eignina?

Hverfið

Leikskóli

2 mín

Grunnskóli

8 mín

Matvörubúð

11 mín

Strætó

2 mín

»Nánar um íbúðina

Sækja um

Rjúpnasalir 4, 201 Kópavogi

Fjölbýlishús

96m2· 3 herbergi

Laus núna

Ásett verð

245.000 kr.

Hverfið

Kópavogur

Þekktur maður hélt því eitt sinn fram að það væri gott að búa í Kópavogi og fáir íbúar myndu rengja hann. Kópavogur nær yfir stórt svæði, allt frá Fossvogi og upp á Vatnsenda. Það eru hvorki meira né minna en tuttugu og þrír leikskólar og tíu grunnskólar í Kópavogi sem sinna börnum á grunnskólaaldri. Menntaskóli Kópavogs tekur svo á móti unga fólkinu og undirbýr þau undir lífið. Kópavogsbær heldur úti öflugri starfsemi fyrir líkama og sál. Íþróttafélagið Gerpla hefur löngum verið þekkt fyrir gott starf, sérstaklega fimleikaarmurinn. Kópavogslaug er svo vel hönnuð að fólk keyrir langar leiðir til að komast í hana. Í Kópavogi er gróskumikil menning. Gerðarsafn er til að mynda stór þáttur í menningarlífi landsmanna og eftirsóknarverður sýningarstaður meðal listamanna. Í næsta húsi við safnið er bókasafnið og náttúrugripasafn og þar má eyða helgum í félagsskap fugla og fiska. Smiðjuhverfið í Kópavogi hefur laðað að sér mjög fjölbreytta verslun og þjónustu og virðist hverfið hafa svar við öllum vandamálum hvort sem þau snúast um bíla eða kökugerð. Í Smáralindinni er bíó, þaðan er stutt í trampólíngarðinn en fyrir þá sem hafa meiri þörf fyrir rólegheit eru margar gönguleiðir og græn svæði leynast víða um Kópavoginn.

Leikskóli

0 mín

2 mín

3 mín

Grunnskóli

2 mín

8 mín

5 mín

Matvöruverslun

2 mín

11 mín

5 mín

Strætó

0 mín

2 mín

1 mín