Alma - Brávallagata 4

Brávallagata 4

Sækja um

Íbúð

Tegund

101 Reykjavík

Staðsetning

101m2

Stærð

4

Herbergi

280.000 kr.

Verð á mánuði

Sækja um

Laus til langtímaleigu fjögurra herbergja íbúð á þriðju hæð í góðu fjölbýli við Brávallagötu 4 í Reykjavík.

Gengið er inn í anddyri með fatahengi. Eldhús með tengi fyrir uppþvottavél. Tvö rúmgóð svefnherbergi, annað herbergið er með fataskápum. Baðherbergi með baðkari og tengi fyrir þvottavél. Stór og björt stofa og borðstofa. Litlar svalir.

Leiguverð er kr. 280.000,- á mánuði. Hiti og hússjóður er innifalinn í leigu en rafmagn er greitt af leigutaka.

Áhugasamir eru hvattir til þess að sækja um með því að smella á "Sækja um" hnappinn hér að ofan.

Endilega hafið samband við okkur á al@al.is ef einhverjar spurningar vakna.

Hlökkum til að heyra frá ykkur!

Viltu vita meira um eignina?

Hverfið

Leikskóli

5 mín

Grunnskóli

6 mín

Matvörubúð

2 mín

Strætó

3 mín

»Nánar um íbúðina

Brávallagata 4, 101 Reykjavík

Fjölbýlishús

101m2· 4 herbergi

Laus núna

Ásett verð

280.000 kr.

Hverfið

Vesturbær

Í Vesturbænum þekkja allir alla. Í vesturbænum er Vesturbæjarskóli en einnig Melaskóli hefur alið margar kynslóðir af Vesturbæingum upp við brjóst sér og steinsnar frá barnaskólanum er unglingaskólinn Hagaskóli. Háskólabíó er staðsett við hliðina á skólanum og því næst kemur Bændahöllin sem rís upp úr malbikinu eins og klettur í hafi. Á efstu hæð er gamla góða Grillið og í kjallaranum er leynibarinn sem eitt sinn hét Mímisbar. Það er ekki hægt að tala um Vesturbæinn án þess að minnast á Vesturbæjarlaugina þar sem fólk hittist og ræðir málin í heitu pottunum og á síðustu árum hefur blómleg þyrping vaxið í grennd við laugina. Þar má nefna Kaffi Vest, bakaríið Brauð og co. ásamt Hagavagninum sem er einstök hamborgarabúlla. Melabúðin er með kjöt- og fiskborð og þar má sjá nágranna heilsast og spjalla uppi við matarkörfurnar.

Leikskóli

3 mín

5 mín

5 mín

Grunnskóli

2 mín

6 mín

4 mín

Matvöruverslun

1 mín

2 mín

1 mín

Strætó

1 mín

3 mín

3 mín

Íbúðir til leigu í hverfinu

Heimilisfang: Tegund: Stærð: Leiga: Herbergi: Skráð: Tegund leigu:
Sólvallagata 70 Fjölbýli 81m2 245.000 kr. 4 herbergi 1. júlí 2021 Langtíma

Sækja um