Laugarnesvegur 84

Sækja um

Íbúð

Tegund

105 Reykjavík

Staðsetning

90m2

Stærð

3

Herbergi

230.000 kr.

Verð á mánuði

Sækja um

Glæsileg þriggja herbergja íbúð á annari hæð við Laugarnesveg 84 laus til langtímaleigu.

Gengið er inn í rúmgóða forstofu með góðum fataskápum. Nýlegt og fallegt eldhús með flísum á gólfi og rúmgóð stofa þar sem gengið er út á svalir.
Herbergi með parketi á gólfum og góðum fataskápum. Flísalagt baðherbergi með sturtu.

Sameiginlegt þvottahús er í sameign og geymsla.

Leiguverð er kr. 230.000,- á mánuði. Hiti og hússjóður er innifalinn í leiguverði en rafmagn greiðist af leigutaka.

Áhugasamir eru hvattir til þess að sækja um með því að smella á "Sækja um" hnappinn hér að ofan.

Endilega hafið samband við okkur í al@al.is ef einhverjar spurningar vakna.

Hlökkum til að heyra frá ykkur!

Viltu vita meira um eignina?

Hverfið

Leikskóli

5 mín

Grunnskóli

7 mín

Matvörubúð

2 mín

Strætó

1 mín

»Nánar um íbúðina

Sækja um

Laugarnesvegur 84, 105 Reykjavík

Fjölbýlishús

90m2· 3 herbergi

Laus núna

Ásett verð

230.000 kr.

Hverfið

Lækir

Lækirnir eru barmafullir af lífi. Í hverfinu eru börn á hverju strái sem æða á milli róluvalla. Á sumrin sjást þau skoppandi á trampólínum en veturna eru þau á fleygiferð á snjóþotum niður Dalbrautarbrekkuna. Á Hrekkjarvöku eru bókstaflega hersingar af börnum í búningum með nammipoka og logandi graskersluktir við hvert einasta hús. Íbúar lækjanna hittast á kaffihúsinu Laugarlæk eða í Laugardalslauginni. Hverfisskólarnir eru Laugarnesskóli fyrir fyrsta til sjötta bekk og Laugalækjarskóli fyrir sjöunda til tíunda bekk. Í Laugarnesskóla eru margar skemmtilegar hefðir, til að mynda morgunsöngur á hverjum degi. Íþróttaiðkun er mikil meðal íbúa hverfisins og stutt að fara í íþróttaskólana og líkamsrækt. Karatefélag Reykjavíkur, Ármann og Þróttur eru meðal þeirra félaga sem sinna slíku starfi.

Leikskóli

1 mín

5 mín

2 mín

Grunnskóli

2 mín

7 mín

4 mín

Matvöruverslun

1 mín

2 mín

1 mín

Strætó

0 mín

1 mín

1 mín