Alma - Langholtsvegur 9

Langholtsvegur 9

Sækja um

Íbúð

Tegund

104 Reykjavík

Staðsetning

87m2

Stærð

3

Herbergi

275.000 kr.

Verð á mánuði

Sækja um

Laus til leigu björt og falleg íbúð á annari hæð við Langholtsveg 9 í Reykjavík.

Íbúðin skiptist í andyri með fataskáp, opna stofu og eldhús með snyrtilegri innréttingu og tengi fyrir uppþvottavél, tvö svefnherbergi með fataskápum, baðherbergi með baðkari og þvottahús. Parket er á gólfum og flísar á baði. Gengið er út á rúmgóðar svalir frá stofu. Íbúðinni fylgir geymsla í kjallara.

Leiguverðið er kr. 275.000,- á mánuði. Hiti og hússjóður er innifalinn í leigu en rafmagn greiðist af leigutaka.

Áhugasamir eru hvattir til þess að sækja um með því að smella á "Sækja um" hnappinn hér að ofan.

Endilega hafið samband við okkur á al@al.is ef einhverjar spurningar vakna.

Hlökkum til að heyra frá ykkur!

Viltu vita meira um eignina?

Hverfið

Leikskóli

6 mín

Grunnskóli

17 mín

Matvörubúð

7 mín

Strætó

3 mín

»Nánar um íbúðina

Langholtsvegur 9, 104 Reykjavík

Fjölbýlishús

87m2· 3 herbergi

Laus núna

Ásett verð

275.000 kr.

Hverfið

Laugardalur

Laugarneshverfið er eins og fimmþúsund manna þorp í gróðursælum dal. Í hverfinu eru falleg útisvæði fyrir göngutúra, sundlaug sem er opin fram á kvöld, fótboltavöllur, hjólabrettarampar, fimleikasalur og spennandi hjólastígar. Íþróttaiðkun er því mjög aðgengileg en að sama skapi geta allir fengið eitthvað fyrir sinn snúð, meira að segja snúð og ís því í hverfinu er bakarí og ekki ein heldur tvær ísbúðir og sú þriðja er í göngufæri. Í Laugarneshverfinu er hin sögufrægi Laugarnesskóli sem hefur tekið á móti nemendum frá 1935 og hinn margrómaði Laugarlækjaskóli sem sinnir krökkum á gagnfræðaaldri. Báðir skólarnir hafa hlotið þann heiður að vera réttindaskólar UNICEF. Á síðustu árum hafa ungir foreldrar flykkst í hverfið og nú iðar allt af lífi, í Laugarnesskóla eru til að mynda rúmlega fimmhundruð nemendur. Leikskólarnir sex og hinir ótalmörgu leikvellir sem leynast víðsvegar um hverfið eru því undirlagðir af glöðum börnum. Laugarnesið er vel skipulagt og gott aðgengi að almenningssamgöngum gerir ferðir í og úr hverfinu auðveldar. Listaháskólinn og nemendur hans setja skemmtilegan svip á svæðið og handan við skólann blasir Listasafn Sigurjóns Ólafssonar við með útsýni yfir hafið. Í hverfinu er fjölbreytt húsnæði í boði sem hentar bæði félagsverum og fólki sem kýs frekar að vera út af fyrir sig. Hverfisbúar geta hist á Kaffi Laugalæk eða ferðast til níunda áratugarins og borðað fiskigratín bak við rauðköflóttar gardínur á veitingastaðnum Laugaási. Fyrir þá sem kjósa heldur að elda heima er tilvalið að kaupa góðgæti í frú Laugu eða heimsækja Pylsugerðarmeistarann. Eftir kvöldmat má sjá íbúa hverfisins rölta um fjöruna við Laugarnestanga því fátt jafnast á við að horfa á sólsetrið lita Esjuna fjólubláa.

Leikskóli

1 mín

6 mín

4 mín

Grunnskóli

4 mín

17 mín

8 mín

Matvöruverslun

1 mín

7 mín

5 mín

Strætó

0 mín

3 mín

2 mín

Sækja um