Allar lausar íbúðir eru auglýstar til leigu á heimasíðunni okkar undir „Leigðu“. Ef þú hefur áhuga á að skoða eign sem er í auglýsingu er best að senda okkur tölvupóst á al@al.is og við látum þig vita hvenær viðkomandi eign verður sýnd. Þú getur einni haft samband við okkur á Facebook.
Til þess að sækja um íbúð hjá Ölmu þarf að fylla út umsókn á heimasíðunni okkar. Undir hverri auglýsingu er hnappurinn „Sækja um“. Þegar smellt er á hann opnast umsóknareyðublað og gátlisti yfir þau gögn sem þurfa að fylgja umsókninni.
Umsóknargögn skal senda með umsókn þegar sótt er í gengnum heimasíðuna. Ef það er ekki hægt má senda þau með tölvupósti á al@al.is eða skila á skrifstofu Ölmu á Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga má lesa í Persónuverndarstefnu félagsins.
Almennt er leitast við að yfirfara allar umsóknir og svara innan viku frá því að öllum gögnum hefur verið skilað inn.
Alveg sjálfsagt! Endilega sendu okkur tölvupóst á al@al.is með upplýsingum um þitt draumaheimili. Við látum þig svo vita um leið og íbúð sem uppfyllir þínar þarfir er væntanleg hjá okkur.
Já, við förum fram á að allir leigjendur leggi fram tryggingu sem nemur annað hvort tveggja eða þriggja mánaða leigu, en fer það eftir því hvernig samning fólk kýs. Tryggingin má vera í formi reiðufjár sem lagt er inn á vörslureikning hjá Ölmu, bankaábyrgðar frá viðskiptabanka eða Leiguverndar frá Tryggja.is.
Við vitum að aðstæður geta verið mismunandi og viljum leggja okkur fram við að þjónusta sem flesta. Umsóknum er ekki hafnað sjálfkrafa ef umsækjandi er á vanskilaskrá, heldur er hvert tilfelli skoðað og metið.
Við hjá Ölmu elskum gæludýr og við leyfum gæludýr í öllum fasteignum okkar. Við biðjum þó ykkur um að láta okkur vita fyrirfram hafið þið hug á að fá ykkur gæludýr inn á heimilið. Hafa þarf í huga að það þarf ávallt að fá samþykki annarra eigenda, ef um fjöleignarhús er að ræða.
Alma á um 1200 íbúðir. Stór hluti þeirra er staðsettur á Suðvesturhorni landsins; höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og Akranesi. Jafnframt á Alma íbúðir á Akureyri, Reyðarfirði og víðar um landið.