Verðskrá

Umsýslugjald - 40.000 kr.

Umsýslugjald er rukkað í upphafi nýs samnings. Þetta á við þegar nýr viðskiptavinur byrjar að leigja hjá okkur og þegar núverandi viðskiptavinur flytur sig á milli íbúða. Innifalið í umsýslugjaldi er kostnaður sem hlýst við umsóknarferlið, skoðunarúttekt af óháðum matsaðila, gerð ástandsskýrslu, samningsgerð og skjalavinnsla.

Nafnabreyting - 10.000 kr.

Við heimilum nafnabreytingu á leigusamningi í kjölfar skilnaðar, breyttrar greiðslugetu og/eða vegna annarra óvæntra atvika. Nýr aðili að leigusamningi samþykkir þá að taka við samningi í þeirri mynd sem hann er og tekur við öllum þeim skyldum sem á fyrri leigjanda liggja. Nafnabreytingargjald er ekki rukkað í kjölfar fráfalls maka eða meðleigjanda.

Þinglýsingargjald - 5.000 kr.

Láttu okkur sjá um þinglýsinguna fyrir þig frá A-Ö. Þú þarft bara að koma og kvitta hjá okkur og við sjáum um rest. Prentun á löggildan skjalapappír er innifalin í verðinu.

Afrit á löggiltan skjalapappír - 2.500 kr.

Við notumst við rafrænar undirritanir. Hafir þú hug á að láta þinglýsa samningnum þá þarf að prenta hann á löggildan skjalapappír. Þetta er ekkert mál að gera eftir á og þótt undirritað hafi verið upphaflega með rafrænum skilríkjum.

Nýtt afrit af frumriti - 1.000 kr.

Óskir þú einhverra hluta vegna eftir nýju frumriti af leigusamningi er ekkert mál að koma til okkar og fá slíkt.