Alma Íbúðafélag |Aðstoð | Leigusamningur | Húsaleigulög

Aðstoð

Það er stór ákvörðun að gera leigusamning um íbúðarhúsnæði. Ferlið getur virkað flókið og að mörgu þarf að huga. Þess vegna er mikilvægt að þekkja vel réttindi sín og skyldur samkvæmt húsaleigulögum.

Markmið Ölmu er að stuðla að traustum og faglegum leigumarkaði. Við leggjum metnað í að byggja upp gott samband við viðskiptavini okkar og keppumst við að veita framúrskarandi þjónustu. Til að aðstoða þig í þessu ferli höfum við tekið saman helstu atriði sem þarf að hafa í huga við gerð leigusamnings, á meðan leigutíma stendur og við lok hans, ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum. Allar upplýsingar um réttindi og skyldur byggja á húsaleigulögum nr. 36/1994.

Ef þú finnur ekki svar við spurningum þínum hér á vefnum okkar, hvetjum við þig til þess að hafa samband við Leigjendalínu Orators, félags laganema við HÍ, sem er í boði Ölmu. Ráðgjafarsíminn, 552 1325, er opinn alla miðvikudaga milli 18:00 - 20:00.