Alma íbúðafélag | Verðskrá

Verðskrá

Hér er að finna verðskrá Ölmu fyrir ýmsa þjónustu sem getur fallið til í upphafi, við lok og á meðan leigutími varir.

Staðfestingar- og umsýslugjald - 39.900 kr.

Staðfestingar- og umsýslugjald er rukkað í upphafi nýs samnings. Þetta á við þegar nýr viðskiptavinur byrjar að leigja hjá okkur.
Innifalið í gjaldinu er kostnaður sem hlýst af umsóknarferlinu, framkvæmd skoðunarúttektar, gerð ástandsskýrslu, samningsgerð og skjalavinnsla.

Ef viðkomandi hættir við að leigja eignina, er gjaldið ekki endurgreiðanlegt.

Nafnabreyting - 9.900 kr.

Við heimilum nafnabreytingu á leigusamningi í kjölfar skilnaðar, breyttrar greiðslugetu og/eða vegna annarra óvæntra atvika. Nýr aðili að leigusamningi samþykkir þá að taka við samningi í þeirri mynd sem hann er og tekur við öllum þeim skyldum sem á fyrri viðskiptavini hvíla. Nafnabreytingargjald er ekki rukkað í kjölfar fráfalls maka eða meðleigjanda.

Þinglýsingargjald - 4.900 kr.

Láttu okkur sjá um þinglýsinguna fyrir þig frá A-Ö. Þú þarft bara að koma og kvitta hjá okkur og við sjáum um restina. Prentun á löggiltan skjalapappír er innifalin í verðinu.

Afrit á löggiltan skjalapappír - 1.900 kr.

Við notumst við rafrænar undirritanir. Hafir þú hug á að láta þinglýsa samningnum þá þarf að prenta hann á löggiltan skjalapappír. Þetta er ekkert mál að gera eftir á og þótt upphaflega hafi verið undirritað með rafrænum skilríkjum.


Seðilgjald - 350 kr.

Leigusali sendir leigjanda í öllum tilfellum rafrænan greiðsluseðil í netbanka. Meðfram leigu er innheimt seðilgjald samkvæmt gjaldskrá.

Nýtt afrit af frumriti - 900 kr.

Óskir þú einhverra hluta vegna eftir nýju frumriti af leigusamningi er ekkert mál að koma til okkar og fá slíkt.

Flutningsgjald - 89.900 kr.

Flutningsgjald er innheimt þegar viðskiptavinur flytur sig milli íbúða innan eignasafns okkar. Gjaldið er greitt til að ljúka gildandi samningi og fella niður uppsagnarfrest, en innifalið í því er einnig skoðunargjald og umsýslukostnaður við gerð nýs samnings fyrir nýju íbúðina. Ef minna en mánuður er eftir af gildandi samningi förum við einungis fram á að umsýslugjald sé greitt.

Þrifagjald - 34.900 kr. - 64.900 kr.

Þrifagjald er innheimt við lok hvers leigutímabils eða þegar leigutaki flytur úr íbúð. Gjaldinu er ætlað að koma til móts við þann kostnað sem fellur til við alhliða hreingerningu framkvæmda af fagaðila.

0 - 45m² - 34.900 kr.
46 - 70m² - 39.900 kr.
71 - 100 m² - 49.900 kr.
+100m² - 64.900 kr.

Tegundir leigusamninga