Alma notar vefkökur í þeim tilgangi að betrumbæta vefsíðuna sína svo við getum sniðið hana að þörfum okkar viðskiptavina og þannig bætt upplifun notenda.
Þegar þú notar vef Ölmu íbúðafélags, www.al.is, geta upplýsingar safnast um heimsókn þína. Við söfnum upplýsingum um fjölda heimsókna inn á vefsíðuna, á hvaða tímum þær eru, hvað var smellt á, úr hvaða vafra og hvernig tæki var notað. Upplýsingar sem við erum að safna og geyma eru ekki í neinum tilfellum persónugreinanlegar og ekki hægt að rekja til einstaklinga. Alma miðlar ekki upplýsingum áfram til þriðja aðila í markaðslegum tilgangi í neinum tilfellum.
Vefkaka er lítil textaskrá sem er vistuð á tölvu eða öðrum snjalltækjum þegar vefsvæði er heimsótt í fyrsta sinn. Textaskrá er geymd á vafra notenda og vefurinn þekkir skrána. Upplýsingarnar í skránni má nota til að fylgjast með hegðun notenda á vefsvæðinu. Þannig er hægt að senda ákveðnar upplýsingar í vafra notenda sem getur auðveldað aðgang að ýmsum aðgerðum.
Notendur geta alltaf stillt vafrana sína þannig að nokun á vefkökum sé hætt, þ.e.a.s. þannig að þær vistast ekki eða að vafrinn biður um leyfi áður en hann geymir vefköku. Slíkar aðgerðir geta haft áhrif á hvernig vefsíðan birtist notendum og dregið þannig úr upplifun.