Alma er sjálfstætt fasteignafélag í eigu Langasjávar ehf. Félagið á og rekur tæplega 1.100 íbúðir sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar um landið.
Hlutverk Ölmu er að fjárfesta í, reka og annast útleigu á íbúðarhúsnæði til einstaklinga. Jafnframt býður félagið stærri fjárfestum á íbúðamarkaði alhliða þjónustu við umsjón leiguíbúða, svo sem við auglýsingar, val á leigutökum, skjalagerð og umsjón með innheimtu og viðhaldi fasteigna.
Stefna Ölmu er að bjóða viðskiptavinum sínum upp á öruggt og vandað leiguhúsnæði, hátt þjónustustig og sveigjanleika, í því skyni að gera leigumarkaðinn á Íslandi faglegri, fjölskylduvænni og traustari.
Hjá Ölmu starfa 17 starfsmenn í fullu starfi, auk fjölda verktaka víðsvegar um landið. Félagið var stofnað árið 2014 og er framkvæmdastjóri þess Ingólfur Árni Gunnarsson.
Stjórn félagsins skipa Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður, Eggert Árni Gíslason og Erna Gísladóttir.