Nýir tímar á leigumarkaði

Alma er ný þjónusta á leigumarkaði þar sem viðskiptavinum er gefinn kostur á leigu til allt að sjö ára, með föstu leiguverði sem einungis er tengt vísitölu neysluverðs.

Nýjar íbúðir

Íbúð - 221 Hafnarfirði

Burknavellir 1C

Góð tveggja-þriggja herbergja íbúð í fjölbýli með sér inngangi.

Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús, stofu, borðstofu, svefnherbergi, lítið vinnuherbergi/svefnherbergi/geymsla, baðherbergi með þvottahúsi. Afgirtur pallur útfrá stofu.

Leiguverð er kr. 215.000. Hiti og hússjóður er innifalinn í leigu en rafmagn greiðist af leigutaka.

215.000

VERÐ KR.

2

HERBERGI

77m2

STÆRÐ

Íbúð - 109 Reykjavík

Fífusel 39

Glæsileg fjögurra herbergja íbúð á fyrstu hæð við Fífusel 39 er laus til langtímaleigu.
Íbúðin skiptist í rúmgott eldhús og stofu, baðherbergi með baðkari og þrjú svefnherbergi.

Útgengt er á stórar svalir út frá stofu. Í kjallara er stór parketlögð geymsla ásamt rúmgóðri hjólageymslu.Með íbúðinni fylgir einnig aðgangur að sameiginlegri bílageymslu.

Leiguverð er kr. 260.000,- Hússjóður og hiti er innifalinn í leiguverði en rafmagn greiðist af leigutaka.

260.000

VERÐ KR.

4

HERBERGI

104m2

STÆRÐ

Íbúð - 101 Reykjavík

Hverfisgata 59

Laus til langtímaleigu þriggja herbergja íbúð á fjórðu hæð við Hverfisgötu 59.

Íbúðin er á tveimur hæðum og á efri hæðinni er rúmgott svefnloft.
Neðri hæðin skiptist í forstofu með skápum, stofu og eldhús með borðkrók í sama rými.
Eitt svefnherbergi með góðum fataskápum og útgengi á suðursvalir.

Leiguverð er kr. 240.000,- á mánuði. Hiti og hússjóður er innifalinn í leigu en rafmagn greiðist af leigutaka.

240.000

VERÐ KR.

3

HERBERGI

77m2

STÆRÐ

Íbúð - 260 Reykjanesbæ

Krossmói 3

Laus til langtímaleigu björt og falleg tveggja herbergja íbúð við Krossmóa 3 í Reykjanesbæ.

Um er að ræða 45,8 fm íbúð á annari hæð í fjölbýlishúsi.
Íbúðin skiptist í flísalagða forstofu, rúmgott baðherbergi með sturtu og flísum á gólfi. Opið eldhús og björt stofa með útgengi á svalir og eitt svefnherbergi.
Lítil geymsla er í íbúðinni og tengi fyrir þvottavél inn á baðherbergi.

Ath myndir eru af sambærilegri íbúð

Leiguverð er 145.000 kr á mánuði. Hiti og hússjóður er innifalinn í leigu en rafmagn greiðist af leigutaka.

145.000

VERÐ KR.

2

HERBERGI

45m2

STÆRÐ

Íbúð - 270 Mosfellsbæ

Háholt 4A

Laus til langtímaleigu stór og glæsileg þriggja herbergja íbúð á annari hæð við Háholt 4A í Mosfellsbæ.
Íbúðin skiptist í stóra stofu, eldhús, baðherbergi, tvö svefnherbergi og lítið þvottarherbergi.

Ath. myndir eru af sambærilegri íbúð.

Leiguverð er kr. 255.000. Hiti og hússjóður er innifalinn í leigu en rafmagn er greitt af leigutaka.

255.000

VERÐ KR.

3

HERBERGI

94m2

STÆRÐ

„Heimilið mitt er hér“

Viðskiptavinir Ölmu koma frá öllum heimshornum og auðga samfélagið með nýjum hugmyndum, menningu og matargerð. Við heimsækjum einstaklinga úr öllum áttum, tökum þá tali og kynnumst þeirra gömlu heimalöndum, leiðinni til Íslands og lífinu hér.

Lesa meira

Öryggi á óvissutímum

Félagið býður leigutökum sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna COVID-19 að lækka mánaðarlegar leigugreiðslur um 50% í allt að þrjá mánuði. Dreifa má þeirri upphæð sem lækkað er um yfir allt að 24 mánaða tímabil, leigutökum að kostnaðarlausu. Skrifstofa Ölmu lokar tímabundið vegna veirunnar, en lögð er áhersla á rafræna þjónustu.

Lesa meira

Þjónusta allan sólarhringinn

Alma leggur ríka áherslu á að viðskiptavinir sínir njóti góðrar þjónustu og húsnæðisöryggis. Með sveigjanleika að leiðarljósi mætum við þörfum viðskiptavina okkar sem þurfa að stækka eða minnka við sig, bjóðum upp á langtímaleigu á föstu leiguverði og neyðarþjónustu allan sólarhringinn.

Lesa meira

Traustur valkostur

Alma er sjálfstætt fasteignafélag sem var stofnað árið 2014. Félagið á og rekur um 1200 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar um landið. Alma vinnur markvisst að því að gera leigumarkaðinn á Íslandi faglegri, fjölskylduvænni og traustari.

Lesa meira

Samfélagsábyrgð að leiðarljósi

Alma styrkir Orator, félag laganema við HÍ, til þess að halda úti endurgjaldslausri lögfræðiráðgjöf fyrir alla leigjendur á Íslandi. Einnig hefur Alma verið einn helsti bakhjarl Pieta samtakanna með því að lána húsnæði undir starfsemina þeim að kostnaðarlausu.

Lesa meira