Nýir tímar á leigumarkaði

Alma er ný þjónusta á leigumarkaði þar sem viðskiptavinum er gefinn kostur á leigu til allt að sjö ára, með föstu leiguverði sem einungis er tengt vísitölu neysluverðs.

Nýjar íbúðir

Íbúð - 600 Akureyri

Kjarnagata 42

Laus til langtímaleigu björt og nýleg 83 fm íbúð við Kjarnagötu 42 á Akureyri. Um er að ræða mjög vel skipulagða 3ja herbergja íbúð á 3.hæð í 3ja hæða fjölbýli.
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús og stofu í opnu rými, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Úr eldhúsi er gengið út á svalir. Flísar eru á gólfum í forstofu, baðherbergi, þvottahúsi og geymslu. Plastparket er á gólfum í öðrum rýmum. Vandaðar innréttingar eru í eldhúsi og á baðherbergi. Fataskápar eru í svefnherbergjum og forstofu. Athugið að myndir eru ekki af umræddri íbúð en gólf og innrétting og gólfefni eru sambærileg.

Hiti og hússjóður er innifalinn í leigu en rafmagn greiðist af leigutaka.

165.000

VERÐ KR.

3

HERBERGI

83m2

STÆRÐ

Íbúð - 113 Reykjavík

Skyggnisbraut 24

Laus til langtímaleigu björt og falleg 59,8 fm íbúð við Skyggnisbraut 24 í Reykjavík. Um er að ræða mjög vel skipulagða 2ja herbergja íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýli við Úlfarsfell.

Íbúðin skiptist í eitt svefnherbergi með fataskáp, rúmgóða og bjarta stofu með samliggjandi eldhúsi og baðherbergi með sturtu og tengi fyrir þvottvél. Góð geymsla í kjallara fylgir íbúðinni. Sameiginleg hjólageymsla er í sameign.Athugið að myndir eru ekki af umræddri íbúð en innréttingar og gólfefni eru sambærileg.

Leiguverðið er kr. 183.000,- á mánuði. Hiti er innifalinn í leigu en hússjóður kr. 7000.- og rafmagn greiðist af leigutaka.

183.000

VERÐ KR.

2

HERBERGI

59m2

STÆRÐ

Íbúð - 800 Selfossi

Fossvegur 10

Alma auglýsir eftir leigjendum í snyrtilega þriggja herbergja íbúð á fjórðu hæð í nýlegu fjölbýli að Fossvegi 10 sem laus er til langtímaleigu.
Íbúðin er 103 fm2. Sér inngangur er inn í íbúð. Komið er inn í forstofu með góðum fataskáp. Tvö svefnherbergi með fataskápum og parketi á gólfum. Stofan er björt og með útgengi á svalir. Parket er á stofugólfi. Eldhúsið er rúmgott með fallegri eikarinnréttingu. Þvottahús er innan íbúðar. Baðherbergi er flísalagt með sturtu og fallegri innréttingu.
Leiguverð er kr. 212.000.- á mánuði. Hiti og hússjóður er innifalinn í leigu en rafmagn greiðist af leigutaka.

212.000

VERÐ KR.

3

HERBERGI

103m2

STÆRÐ

Íbúð - 105 Reykjavík

Snorrabraut 34

Vel skipulögð, tveggja herbergja íbúð við Snorrabraut 34 í Reykjavík á 1.hæð laus til langtímaleigu.
Íbúðin kiptist í hol, eldhús, stofu, baðherbergi með sturtu og svefnherbergi. Íbúðinni fylgir geymsla í kjallara.
Leiguverð er kr. 205.000.- á mánuði. Hiti og hússjóður er innifalinn í leigu en rafmagn er greitt af leigutaka.

205.000

VERÐ KR.

2

HERBERGI

57m2

STÆRÐ

Íbúð - 113 Reykjavík

Skyggnisbraut 8

Laus til langtímaleigu nýleg og falleg þriggja herbergja íbúð á fimmtu hæð í lyftuhúsi í Skyggnisbraut 8 við Úlfarsfell í Grafarholti.
Stutt er í skóla og leikskóla í hverfinu..
Íbúðin skiptist í tvö svefnherbergi með fataskáp, rúmgóða og bjarta stofu með samliggjandi eldhúsi og baðherbergi með sturtu og tengi fyrir þvottvél. Geymsla í kjallara fylgir íbúðinni. Einnig er hjólageymsla í sameign. Athugið að myndirnar í auglýsingunni eru af sambærilegri íbúð.

Leiguverð er 242.000 kr á mánuði. Hiti er innifalinn í leiguverði en hússjóður 13.000 kr og rafmagn greiðist af leigjanda.

242.000

VERÐ KR.

3

HERBERGI

98m2

STÆRÐ

Þjónusta allan sólarhringinn

Alma leggur ríka áherslu á að viðskiptavinir sínir njóti góðrar þjónustu og húsnæðisöryggis. Með sveigjanleika að leiðarljósi mætum við þörfum viðskiptavina okkar sem þurfa að stækka eða minnka við sig, bjóðum upp á langtímaleigu á föstu leiguverði og neyðarþjónustu allan sólarhringinn.

Lesa meira

Samfélagsábyrgð að leiðarljósi

Alma styrkir Orator, félag laganema við HÍ, til þess að halda úti endurgjaldslausri lögfræðiráðgjöf fyrir alla leigjendur á Íslandi. Einnig hefur Alma verið einn helsti bakhjarl Pieta samtakanna með því að lána húsnæði undir starfsemina þeim að kostnaðarlausu.

Lesa meira

Traustur valkostur

Alma er sjálfstætt fasteignafélag sem var stofnað árið 2014. Félagið á og rekur um 1200 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar um landið. Alma vinnur markvisst að því að gera leigumarkaðinn á Íslandi faglegri, fjölskylduvænni og traustari.

Lesa meira

Fyrirmyndarfyrirtæki 2019

Í október var Alma valin framúrskarandi fyrirtæki af Creditinfo og komst auk þess á lista yfir fyrirmyndarfyrirtæki Viðskiptablaðsins og Keldunnar þriðja árið í röð. Aðeins um 2-3% íslenskra fyrirtækja komast á hvorn lista fyrir sig.

Lesa meira