Alma einsetur sér að stuðla að velferð samfélagsins og leggja áherslu á umhverfis- og félagsþætti í starfsemi sinni ásamt vönduðum stjórnarháttum. Á árinu 2025 tók félagið stór skref í sjálfbærnimálum með mótun nýrrar sjálfbærnistefnu sem samþykkt var af stjórn haustið 2025.
Markmið sjálfbærnistefnu Ölmu er að samþætta sjálfbærni í daglegan rekstur og ákvarðanatöku. Lykiláherslur stefnunnar eru að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka endurvinnslu, tryggja jafnrétti, heilbrigt starfsumhverfi og viðhalda gagnsæi og ábyrgum stjórnarháttum. Stefnunni er ekki ætlað að vera tæmandi, öllu heldur að styðja við aðrar stefnur, reglur og leiðbeiningar sem félagið fylgir. Stefnan styður við eftirfarandi Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna:

Jafnrétti kynjanna
Félagið leggur áherslu á jafnrétti, fjölbreytileika og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Alma hefur hlotið jafnlaunavottun og vinnur markvisst að því að efla starfsánægju og jafna tækifæri óháð kyni eða bakgrunni.
Sjálfbær orka
Félagið stefnir að því að draga úr orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda. Stefnt er að aukinni orkunýtni og fjölgun hleðslustöðva við eignir félagsins til að styðja við orkuskipti í samfélaginu.
Góð atvinna og hagvöxtur
Alma stuðlar að ábyrgum rekstri, grænni fjármögnun og sjálfbærum hagvexti. Lögð er áhersla á heilbrigt starfsumhverfi, góða stjórnarhætti og að tryggja traust og stöðugleika í starfsemi félagsins.
Sjálfbærar borgir og samfélög
Markmið félagsins er að stuðla að öruggum, heilnæmum og aðgengilegum leigumarkaði. Alma leggur áherslu á faglega þjónustu, góðan aðbúnað og að skapa samfélag þar sem íbúar geta notið öruggs heimilis.
Í ár gefur Alma út sína fyrstu sjálfbærni skýrslu. Skýrslan er byggð á viðmiðum valkvæðs sjálfbærnistaðals fyrir lítil og meðalstór óskráð fyrirtæki (e. Voluntary Sustainability Reporting Standard for non-listed SMEs – VSME).
Á árinu fær Alma afhentar nýjar íbúðir á Heklureitnum sem hafa margvíslega vistvæna kosti. Íbúðirnar eru miðsvæðis, nálægt almenningssamgöngum og í göngufæri við helstu þjónustu og afþreyingu sem gefur möguleika á bíllausum lífstíl.

Alma vill stuðla að betri vitund meðal almennings um réttindi leigjenda og inntak laga og reglna sem gilda um leigu íbúðarhúsnæðis. Félagið vinnur að þessu markmiði með því að kosta og stuðla að fræðslu um leigumarkaðinn og hefur gert síðan árið 2017.

Losun ársins 2024 var jöfnuð með kaupum á vottuðum kolefniseiningum hjá Súrefni. Samdráttarverkefnið sem var valið endurspeglar þau heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna sem Alma leggur áherslur á.