Allar lausar íbúðir eru auglýstar til leigu á heimasíðunni okkar undir Lausar íbúðir. Ef þú hefur áhuga á að skoða eign sem er í auglýsingu er best að senda okkur tölvupóst á al@al.is og við látum þig vita hvenær viðkomandi eign verður sýnd. Þú getur einnig haft samband við okkur á Facebook.
Til þess að sækja um íbúð hjá Ölmu þarf að fylla út umsókn á heimasíðunni okkar. Undir hverri auglýsingu er hnappurinn „Sækja um“. Hér er gátlisti yfir þau gögn sem þurfa að fylgja umsóknni.
Umsóknargögn er best að senda með umsókn þegar sótt er í gengnum heimasíðuna. Ef það er ekki hægt má senda þau með tölvupósti á al@al.is eða skila á skrifstofu Ölmu íbúðafélags við Sundagarða 8, 104 Reykjavík.
Gögn sem þurfa að fylgja hverri umsókn eru:
Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga má lesa í Persónuverndarstefnu félagsins.
Þegar umsóknargögnum hefur verið skilað er umsóknin tekin til skoðunar. Almennt er leitast við að yfirfara allar umsóknir og svara innan viku frá því að öllum gögnum hefur verið skilað inn.
Alveg sjálfsagt! Endilega skráðu þig á póstlistann okkar. Við látum þig svo vita um leið og íbúð sem uppfyllir þínar þarfir er væntanleg hjá okkur.
Já, við förum fram á að allir leigjendur leggi fram tryggingu sem nemur annað hvort tveggja eða þriggja mánaða leigu áður en leigusamningur er undirritaður, en fer það eftir því hvernig samning fólk kýs. Tryggingin má vera í formi reiðufjár sem lagt er inn á vörslureikning hjá Ölmu, bankaábyrgðar frá viðskiptabanka eða tryggingu frá Leiguskjól.
Við vitum að aðstæður geta verið mismunandi og viljum leggja okkur fram við að þjónusta sem flesta. Umsóknum er ekki hafnað sjálfkrafa ef umsækjandi er á vanskilaskrá, heldur er hvert tilfelli skoðað og metið.
Í nokkrum eignum Ölmu eru gæludýr leyfð, þar sem það á við er það sérstaklega tekið fram í auglýsingu. Í öðrum eignum þarf að gæta að húsreglum og sækja um samþykki frá öðrum eigendum og/eða íbúum hússins þegar kemur að dýrahaldi, í samræmi við lög um fjöleignarhús.
Alma á um 1100 íbúðir. Stór hluti þeirra er staðsettur á Suðvesturhorni landsins; höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og Akranesi. Jafnframt á Alma íbúðir á Akureyri, Reyðarfirði og víðar um landið.
Fyrir afhendingu íbúðar er framkvæmd ítarleg úttekt á íbúðinni og myndir teknar af öllu. Eftir að úttektin hefur verið framkvæmd biðjum við þig um að lesa skýrsluna yfir og staðfesta hana með undirritun ef þú gerir ekki athugasemd við efni hennar. Úttektarskýrsla tryggir öryggi beggja aðila, enda mikilvægt að ástand íbúðar sé vandlega skrásett við upphaf leigutímans. Úttektin er svo höfð til hliðsjónar þegar íbúð er skilað að leigusamningi loknum.
Áður en íbúð er afhent þarf að leggja fram tryggingu en fjárhæð hennar fer eftir tegund leigusamnings. Þá er rétt að benda á að umsýslugjald er rukkað í upphafi samningstíma og skal greitt áður en íbúð er afhent. Umsýslugjaldið er 40.000 kr.-
Okkur er umhugað um að eignir Ölmu séu í góðu ástandi og viðskiptavinum okkar líði vel í þeim. Hjá okkur starfar hópur fagmanna sem sinnir viðhaldi og viðgerðum ef þörf er á. Við tökum á móti viðhaldsbeiðnum í gegnum tölvupóstinn okkar, vidhald@al.is. Allar beiðnir eru metnar þegar þær koma inn á borð til okkar og í kjölfarið er brugðist við þeim með viðeigandi hætti. Við leggjum okkur fram við að afgreiða allar beiðnir eins fljótt og mögulegt er.
Leiga á íbúðum Ölmu er greidd fyrirfram, einn mánuð í einu. Í lok hvers mánaðar munum við senda þér greiðsluseðil vegna leigu komandi mánaðar. Greiðsluseðlar eru sendir út rafrænt eða í pósti ef sérstaklega er óskað eftir því. Eindagi er 7 dögum eftir gjalddaga.
Ef leiga er ógreidd að liðnum eindaga skráist hún sjálfkrafa í fruminnheimtu hjá Momentum. Sé hún enn ógreidd 12 dögum síðar, skráist hún í milliinnheimtu. Vanskil á leigu geta leitt til riftunar á leigusamningi og eru kröfur þá sendar í löginnheimtu.
Nei, þú getur skrifað undir hann hvar sem er og hvenær sem er með rafrænni undirritun. Ferlið virkar þannig að við sendum þér leigusamning með tölvupósti sem þú undirritar með rafrænu skilríki. Vert er að hafa í huga að ekki er hægt að þinglýsa rafrænu eintaki af leigusamningi enn sem komið er. Hafir þú hug á því að þinglýsa leigusamningi þínum þá þarft þú að undirrita með hefðbundum hætti á löggiltum skjalapappír.
Við hvetjum alla sem eiga rétt á mánaðarlegum húsnæðisbótum, til að sækja um þær. Sótt er um húsnæðisbætur á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar. Þar er einnig að finna reiknivél sem getur hjálpað þér að áætla þá upphæð sem þú átt rétt á. Alma skráir alla undirritaða leigusamninga í Húsnæðisgrunn HMS.