Alma íbúðafélag | Stjórn

Stjórn

Stjórn Ölmu íbúðafélags hf. fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda. Stjórn er kjörin á aðalfundi til eins árs í senn.

Frá og með 13. apríl 2021 skipa eftirtaldir aðilar stjórn Ölmu íbúðafélags:

Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður

Gunnar lauk cand. oecon. prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1989 og MBA prófi frá London Business School árið 1994. Gunnar lauk prófi í verðbréfaviðskiptum árið 1999. Gunnar er starfandi stjórnarmaður hjá Herringbone Consulting Ltd. í Bretlandi. Hann er stjórnarformaður Langasjávar ehf., Laxárness ehf. og Sólnýjar ehf. Gunnar er einnig stjórnarmaður í Coldrock Investments Ltd. og HEGG Holdings Ltd. á Möltu. Á starfsferli sínum hefur Gunnar setið í stjórnum ýmissa skráðra og óskráðra félaga á Íslandi og erlendis, síðast í stjórn Reita fasteignafélags hf. 2015-2017. Hagsmunatengsl Gunnars snúa að eignarhlut hans í móðurfélagi Ölmu, Langasjó ehf. en félagið er eigandi að Mötu hf, Matfugl ehf. og Síld og fisk ehf. sem öll eru leigutakar dótturfélaga Ölmu.

Eggert Árni Gíslason

Eggert Árni lauk viðskiptafræði, cand. oecon., frá HÍ 1989 og próf í verðbréfamiðlun 2001. Eggert er framkvæmdastjóri Mötu hf. Hann er stjórnarmaður í Langasjó ehf. og situr auk þess í stjórnum dótturfélaga Langasjávar ehf. Hann er stjórnarmaður í Eignarhaldsfélaginu Mata hf., Sundagörðum hf. og hann situr einnig í stjórn Solid Clouds ehf. Hagsmunatengsl Eggerts snúa að eignarhlut hans í móðurfélagi Ölmu, Langasjó ehf. en félagið er eigandi að Mötu hf, Matfugl ehf. og Síld og fisk ehf. sem öll eru leigutakar dótturfélaga Ölmu.

Erna Gísladóttir

Erna lauk B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands 1991 og MBA frá IESE í Barcelona 2004. Erna er forstjóri og í stjórn BL ehf. Hún var forstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla hf. 2003-2008, var einn af eigendum þess félags og framkvæmdastjóri frá 1991. Auk framangreinds situr hún í stjórnum Egg ehf., Eldhúsvara ehf., Umbreytingar slhf. og Hregg ehf. Erna hefur verið varamaður í stjórn Sjóvár frá 15. mars 2019, en sat í stjórn Sjóvár frá 20. júní 2009 og var formaður stjórnar frá 2011-2019. Hún sat einnig í stjórn Haga frá 2010-2020.