Alma íbúðafélag | Upplýsingastefna

Upplýsingastefna

Markmið upplýsingastefnu Ölmu íbúðafélags hf., kt. 611013-0350 (hér eftir „félagið“) er að formfesta samskipti stjórnar og framkvæmdastjóra við fjárfesta og aðra hagsmunaðila. Þeim er ætlað að stuðla að því að hagsmunaaðilar fái tímanlegar, nákvæmar og áreiðanlegar upplýsingar um rekstur félagsins.

Alma íbúðafélag birtir allar þær upplýsingar sem lög og reglur kveða á um að félag með skráð skuldabréf á kauphöll Nasdaq OMX Nordic birti. Kveðið er á um þær upplýsingar í 120. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, og ákvæði 4.1 í reglum Nasdaq OMX Nordic fyrir útgefendur fjármálagerninga.

Upplýsingar og samskipti

Allar upplýsingar sem félagið sendir frá sér skulu vera trúverðugar og byggja á staðreyndum. Fulltrúar Ölmu íbúðafélags tjá sig ekki um getgátur eða orðróm á markaði nema lög eða reglur kveði á um skyldu til að gera það.

Fréttatilkynningar sem eru birtar samkvæmt reglum um upplýsingaskyldu verða birtar almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu í gegnum fréttaveitu Nasdaq á Íslandi (GlobeNewsWire), eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli. Í kjölfarið skulu þær birtar á heimasíðu félagsins (www.al.is).

Upplýsingar eða fréttir af starfsemi félagsins, sem ekki falla undir upplýsingaskyldu samkvæmt lögum, verða birtar á heimasíðu félagsins og sendar til fjölmiðla ef tilefni er til.

Samskipti Ölmu íbúðafélags við fjárfesta og aðra hagsmunaaðila, viðskiptavini og fjölmiðla skulu einkennast af gagnsæi og vera eins opin og lög heimila til að tryggja jafnan aðgang allra hagsmunaaðila að nauðsynlegum upplýsingum.

Þagnarskylda

Starfsmenn og aðrir innherjar þurfa að vera meðvitaðir um skylduna sem hvílir á þeim um meðferð þeirra upplýsinga sem þeir verða uppvísir um í starfi, og að brot gegn þagnarskyldu getur brotið gegn lögum og reglum um verðbréfaviðskipti.

Þagnartímabil

Tveimur vikum fyrir lok hvers uppgjörstímabils mun Alma íbúðafélag að meginstefnu til ekki tjá sig um málefni er varða afkomu eða rekstur félagsins, nema félaginu sé það skylt samkvæmt ákvæðum laga eða reglna.

Talsmaður félagsins

Talsmaður félagsins út á við er framkvæmdastjóri þess. Hann getur veitt öðrum tímabundna heimild til þess að tjá sig um afmarkaða þætti starfseminnar. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að fréttatilkynningar félagsins skili sér á rétta miðla og á heimasíðu félagsins, og kemur fram fyrir hönd félagsins þegar verið er að birta innherjaupplýsingar.

Framkvæmdastjóri félagsins er María Björk Einarsdóttir.

Þannig samþykkt af stjórn Ölmu íbúðafélags þann 28. febrúar 2020