Alma íbúðafélag| Fasteignafjárfestingarstefna

Fasteignafjárfestingarstefna

Markmið fjárfestingarstefnu Ölmu er að mynda ramma utan um nýjar fjárfestingar félagsins. Í stefnunni er bæði fjallað um verklag stjórnar og stjórnenda við mat á nýjum fjárfestingarkostum, og samsetningu heildareignasafns félagsins þegar litið er til tegundar eigna, landfræðilegrar dreifingar og annarra eiginleika, svo sem stærðar og gæða íbúða.

Framkvæmdastjóri veitir stjórn reglulega upplýsingar um samsetningu eignasafnsins,. Í skýrslunni skal koma fram hvernig samsetning eignasafnsins er á þeim tímapunkti, með hliðsjón af þeim viðmiðum sem sett eru í fjárfestingarstefnu. Ef félagið uppfyllir ekki eitthvert viðmiðanna skal gera grein fyrir ástæðum þess.

Fjárfestingarstefna Ölmu var staðfest af stjórn þann 14. september 2021.