Alma íbúðafélag | Starfskjarastefna

Starfskjarastefna

1.Starfskjarastefna

Starfskjarastefna Ölmu íbúðafélags hf., kt. 611013-0350, (hér eftir „félagið“) er samin í samræmi við lög um hlutafélög og með hliðsjón af leiðbeiningum Viðskiptaráðs Ísland, Nasdaq Iceland og Samtökum Atvinnulífsins um stjórnarhætti fyrirtækja.

2. Markmið starfskjarastefnu

Starfskjarastefna félagsins hefur það að markmiði að tryggja að félagið geti boðið upp á samkeppnishæf laun og að launamálum sé háttað í samræmi við önnur félög á markaði í sambærilegum rekstri. Starfskjör starfsmanna félagsins skulu taka mið af jafnréttissjónarmiðum ásamt ábyrgð og árangri hvers og eins til að tryggja að starfsmenn njóti sanngjarns afraksturs af störfum sínum, en á sama tíma stuðla að ábyrgð í rekstri og taka mið af hagsmunum allra haghafa, þar með talið hluthafa og viðskiptavina. Með þessum hætti er reynt að laða að hæft starfsfólk og skapa góðan vinnustað, sem aftur leiðir til stöðugri og arðbærari reksturs.

3. Starfskjör stjórnarmanna

Aðalfundur ákveður kjör stjórnarmanna. Kjör stjórnarmanna skulu vera ákvörðuð föst mánaðarleg þóknun. Stjórn félagsins skal gera tillögu um kjör endurskoðunarnefndar sem starfar undir stjórn og bera undir aðalfund. Kjör stjórnarmanna skulu taka mið af þeim tíma sem stjórnarmenn verja í störf sín í þágu félagsins, með hliðsjón af ábyrgð stjórnarmanna og afkomu félagsins. Stjórnarmönnum er heimilt að afsala sér stjórnarlaunum.

4. Starfskjör framkvæmdastjóra

Starfskjör og hlunnindi framkvæmdastjóra Ölmu íbúðafélags skulu ákvörðuð í ráðningarsamningi. Kjör framkvæmdastjóra skulu vera samkeppnishæf og taka mið af ábyrgð og getu í starfi. Stjórn er heimilt að ákvarða sérstakan starfslokasamning við framkvæmdastjóra.

5. Kaupaukar

Til viðbótar við hefðbundin launakjör er félaginu heimilt að launa starfsmönnum sínum með öðrum greiðslum.

6. Samþykki starfskjarastefnu

Starfskjarastefna félagsins skal tekin til afgreiðslu á aðalfundi og skal hún tekin til endurskoðunar ár hvert og borin undir aðalfund til samþykktar eða synjunar.

Starfskjarastefnan er leiðbeinandi fyrir stjórn félagsins mæli lög ekki fyrir um annað og tekur í aðalatriðum til þeirra þátta sem nefndir eru hér að ofan, án þess þó að takmarkast af þeim. Ef stjórn félagsins víkur frá stefnunni skal það rökstutt í hverju tilfelli fyrir sig í gerðabók félagsins.

Starfskjarastefna Ölmu íbúðafélags var samþykkt af stjórn þann 22. apríl 2020 og staðfest á hluthafafundi þann 30. apríl 2020.