Alma íbúðafélag | Stjórn

Stjórn

Stjórn Ölmu íbúðafélags hf. fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda. Stjórn er kjörin á aðalfundi til eins árs í senn.

Frá og með 30. apríl 2020 skipa eftirtaldir aðilar stjórn Ölmu íbúðafélags:

Anna Rut Ágústsdóttir

Anna Rut Ágústsdóttir hefur víðtæka reynslu úr fjármálageiranum í gegnum störf og stjórnarsetur. Anna Rut er forstöðumaður fjármála og rekstrar Kviku eignastýringar hf. Hún hefur starfað hjá Kviku og forverum bankans frá árinu 2007, meðal annars í áhættustýringu, útlánastarfsemi, verkefnastýringu, fyrirtækjaráðgjöf, viðskiptatengslum og eignaumsýslu. Áður en Anna Rut hóf störf hjá bankanum starfaði hún á endurskoðunarsviði PwC. Anna Rut er með viðskiptafræði og MCF gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum..

Ásgeir Baldurs

Ásgeir hefur yfir 15 ára reynslu af stjórnunar- og stjórnarstörfum hérlendis og erlendis, m.a. í framkvæmdastjórn og sem forstjóri VÍS, sem stjórnarformaður Frumherja og Viking Redningstjeneste í Noregi. Þá var hann ráðgjafi og eigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Expectus. Ásgeir starfaði hjá Kviku á árunum 2014-2019 sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar og forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga. Undanfarin ár hefur hann einkum unnið að verkefnum tengdum fasteignaþróun. Ásgeir er með B.Sc. í viðskiptafræði frá JW University og MBA gráðu frá Háskóla Íslands.

Einar Sigurðsson

Einar hefur sinnt ýmsum stjórnunar- og stjórnarstöfum í gegnum tíðina í ólíkum atvinnugreinum, s.s. smásölu, ferðaþjónustu, sjávarútvegi og innflutningi. Einar hefur víðtæka reynslu úr fjármálageiranum, sérstaklega þegar kemur að fyrirtækjaráðgjöf og endurskipulagningu fyrirtækja. Einar er stjórnmálafræðingur og með MBA frá Babson College í Bandaríkjunum.

Sigurjón Pálsson

Sigurjón Pálsson er framkvæmdastjóri PayAnalytics. Hann var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Arion banka frá 2011 til 2017. Fram til 2011 vann Sigurjón á fjárfestingabankasviði Arion banka, fyrst við ráðgjöf en frá 2009 sem forstöðumaður við skuldaúrlausnir of skuldsettra fyrirtækja. Sigurjón er verkfræðingur frá HÍ og með tvö meistarapróf, annars vegar í stjórnun frá KTH og hins vegar í lógistík frá MIT.