Stjórn Ölmu íbúðafélags hf. fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda. Stjórn er kjörin á aðalfundi til eins árs í senn.
Frá og með 13. apríl 2021 skipa eftirtaldir aðilar stjórn Ölmu íbúðafélags:
Gunnar lauk cand. oecon. prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1989, MBA prófi frá London Business School árið 1994 og prófi í verðbréfaviðskiptum árið 1999. Hann er framkvæmdastjóri Langasjávar ehf., stjórnarformaður Laxárness ehf. og Sólnýjar ehf., og stjórnarmaður Eikar fasteignafélags hf. Gunnar er einnig stjórnarmaður í Coldrock Investments Ltd. og HEGG Holdings Ltd. á Möltu. Á starfsferli sínum hefur Gunnar setið í stjórnum ýmissa skráðra og óskráðra félaga á Íslandi og erlendis, þ.á m. Reita fasteignafélags hf. 2015-2017. Hagsmunatengsl Gunnars snúa að eignarhlut hans í móðurfélagi Ölmu, Langasjó ehf. en félagið er eigandi að Freyju ehf., Mötu hf., Matfugli ehf., Salathúsinu ehf. og Síld og fiski ehf. sem öll eru leigutakar dótturfélaga Ölmu. Gunnar á engin önnur sérstök hagsmunatengsl við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila útgefanda.
Eggert Árni lauk cand. eocon. prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1989 og prófi í verðbréfaviðskiptum 2001. Eggert er stjórnarmaður í Langasjó ehf. og situr auk þess í stjórnum dótturfélaga Langasjávar ehf. Hann er stjórnarmaður í Eignarhaldsfélaginu Mötu hf., Sundagörðum hf. og hann situr einnig í stjórn Solid Clouds ehf. Hagsmunatengsl Eggerts snúa að eignarhlut hans í móðurfélagi Ölmu, Langasjó ehf. en félagið er eigandi að Freyju ehf., Mötu hf., Matfugli ehf., Salathúsinu ehf. og Síld og fiski ehf. sem öll eru leigutakar dótturfélaga Ölmu. Eggert á engin önnur sérstök hagsmunatengsl við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila útgefanda.
Erna lauk B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands 1991 og MBA frá IESE í Barcelona 2004. Erna er forstjóri og í stjórn BL ehf. Hún var forstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla hf. 2003-2008, var einn af eigendum þess félags og framkvæmdastjóri frá 1991. Auk framangreinds situr hún í stjórnum Egg ehf., Eldhúsvara ehf., Umbreytingar slhf. og Hregg ehf. Erna hefur verið varamaður í stjórn Sjóvár frá 15. mars 2019, en sat í stjórn Sjóvár frá 20. júní 2009 og var formaður stjórnar frá 2011-2019. Hún sat einnig í stjórn Haga frá 2010-2020. Erna á engin sérstök hagsmunatengsl við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila útgefanda.