Alma íbúðafélag | Stjórn

Stjórn

Stjórn Ölmu íbúðafélags hf. fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda. Stjórn er kjörin á aðalfundi til eins árs í senn.

Frá og með 13. apríl 2021 skipa eftirtaldir aðilar stjórn Ölmu íbúðafélags:

Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður

Eggert Árni Gíslason

Erna Gísladóttir

Erna lauk B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands 1991 og MBA frá IESE í Barcelona 2004. Erna er forstjóri og í stjórn BL ehf. Hún var forstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla hf. 2003-2008, var einn af eigendum þess félags og framkvæmdastjóri frá 1991. Auk framangreinds situr hún í stjórnum Egg ehf., Eldhúsvara ehf., Umbreytingar slhf. og Hregg ehf. Erna hefur verið varamaður í stjórn Sjóvár frá 15. mars 2019 en sat í stjórn Sjóvár frá 20. júní 2009 og var formaður stjórnar frá 2011-2019. Hún sat einnig í stjórn Haga frá 2010-2020.