Alma - Stigahlíð 24

Stigahlíð 24

Sækja um

Íbúð

Tegund

105 Reykjavík

Staðsetning

84m2

Stærð

3

Herbergi

225.000 kr.

Verð á mánuði

Sækja um

Laus til leigu þriggja herbergja íbúð á fjórðu hæð við Stigahlíð 24.
Íbúðin skiptist í forstofu með fatahengi. Stóra stofu þar sem gengið er út á svalir. Eldhús með snyrtilegri innréttingu. Tvö svefnherbergi með fataskápum. Flísalagt baðherbergi með baðkari.

Geymsla í kjallara fylgir íbúð.

Leiguverð er kr. 225.000,- á mánuði. Hiti og hússjóður er innifalinn í verði en rafmagn er greitt af leigutaka.

Áhugasamir eru hvattir til þess að sækja um með því að smella á "Sækja um" hnappinn hér að ofan.

Endilega hafið samband við okkur á al@al.is ef einhverjar spurningar vakna.

Hlökkum til að heyra frá ykkur!

Viltu vita meira um eignina?

Hverfið

Leikskóli

4 mín

Grunnskóli

5 mín

Matvörubúð

4 mín

Strætó

2 mín

»Nánar um íbúðina

Sækja um

Stigahlíð 24, 105 Reykjavík

Fjölbýlishús

84m2· 3 herbergi

Laus núna

Ásett verð

225.000 kr.

Hverfið

Hlíðar

Hlíðarnar hafa fyrir margt löngu fest sig í sessi sem aðlaðandi hverfi. Byggðin er að mestu lágreist, garðarnir grónir og þar er fjöldinn allur af rúmgóðum íbúðum fyrir fjölskyldufólk. Í hverfinu eru hvorki meira né minna en sex leikskólar. Hlíðaskóli sinnir börnum frá fyrsta upp í tíunda bekk og ef börnin hafa ekki fengið sig fullsödd af hverfinu eftir grunnskólann, þá bíður Menntaskólinn við Hamrahlíð eftir þeim með opinn faðminn. Einnig er stutt að fara í Verzlunarskólann fyrir þá sem það kjósa. Klambratúnið er augljós kostur útisvæðisins, þar er hægt að spila körfuknattleik, blak, hangsa á róluvelli eða spila folf. Þegar fólk fær nóg af útivist er ráð að bregða inn á Kjarvalsstaði og skoða myndlist eða bara tylla sér með kaffibolla á kaffistofunni. Hinu megin við hverfið trónir svo Perlan og í kringum hana Öskjuhlíðin með skógarstígum sem liggja niður að Nauthólsvík. Á leiðinni er gaman að skimast um eftir kanínum sem búa í hlíðinni.

Leikskóli

1 mín

4 mín

1 mín

Grunnskóli

2 mín

5 mín

2 mín

Matvöruverslun

1 mín

4 mín

1 mín

Strætó

1 mín

2 mín

2 mín